26.4.2013 | 09:27
Frásögn - Þegar ég hitti Stellu fyrst
Þetta verkefni gerði ég í ritun í íslensku tíma. Þessi frásögn er um hvernig ég hitti eina af bestu vinkonum mínum, hana Stellu Karenu. Þegar ég var heima hjá mér var ég að fletta í nokkur albúm og sá þá mig og Stellu pinku litlar og fékk þá hugmyndina að skrifa um Þegar ég hitti Stellu fyrst. Ég byrjaði fyrst að skrifa á uppkastablöð en síðan pikkaði ég textann í tölvu, en áður en það er gert les kennarinn yfir textann og svo breytum við honum ef þess þarf. Ég þurfti líka að búa til forsíðu og baksíðu en það var þegar ég var búinn að slá textann inn í tölvuna. Þá þurfti ég að velja A4 karton á báðar hliðarnar, ég valdi appelsínugulan á forsíðuna en gulan á baksíðuna. Eftir það þá teiknaði ég mynd. Ég var alveg stopp að ákveða hvað ég skyldi teikna en þá fattaði ég að ég og Stella hittumst á leikvellinum fyrir utan planið mitt, þannig að ég teiknaði planið mitt. Ég var óánægð hvað frásögnin er stutt en samt ánægð hvað allt gekk vel. Mér finnst þetta skemmtileg saga og ég vona að ykkur finnst það líka.
Hér er verkefnið mitt
Um bloggið
Linda Líf Boama
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 687
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.