Náttúrufræði-Myndband um móann

Undanfarnar vikurnar erum við búin að vera að vinna í tölvum í Náttúrufræðitímum, forritið sem við notuðum heitir movie maker.

Við áttum að ná í 3-4 myndir af þessum hlutum: Þúfur, Heiðlóa, Spói, Járnsmiður, Birkifeti, Krosskönguló, Holtasóley, Hárbrúða, Músareyra, Lyfjagras, Ljónslappi, Blóðberg, Bláberjalyng, Krækiberjalyng, Sortulyng, Fléttur/Hreindýramosi og Fjalldrapi.

Við fundum þessar myndir inn á Google.com, síðan voru myndirnar settar inn á movie maker.

Þegar allt þetta var búið þurfti ég að fara að vinna í textanum, þannig að ég fór inn á vísindavefinn og ni.is/náttúrufræðistofnun íslands og leitaði að upplýsingum þar, Það tók dálítið langan tíma í að finna textana því það voru svo mörg atriði, og svo þurfti maður að finna eina setningu fyrir hverja mynd. Svo þegar textinn var kominn þá þurfti bara að copy paste textann frá Word inn í movie maker.

Þegar þetta er búið þá er bara eitt lítið skref eftir, ná í tónlistina. Þá fór ég inn á youtube.com til að finna fallega og rólega tónlist, þegar ég fann hana copy pasteaði ég slóðina inn á video2mp3.com og svo downloadaði ég tónlistinni. Eftir það fór ég aftur inn á movie maker, ýtti á music, smellti á tónlistina og tada, hún var komin inn á. 

Svo var bara verkefnið búið nema það þurfti að vista það sem myndband og það tók óratatíma, en að lokum gerðist það og þá gat ég sett myndbandið inn á youtube og fundið embed slóðina og birt hana hérna á blogginu.

Hérna getið þið séð myndbandið mitt:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Linda Líf Boama

Höfundur

Linda Líf Boama
Linda Líf Boama
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._fleira_071
  • ...070_1199462
  • ...070_1199461
  • ..._fleira_070
  • mjaldur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband